News Communicate

______________________________________________________________

Pælingar dagsins í dag

Hvað er það sem er gerir fyrirtæki eins og google.com eða yahoo.com að stórfyrirtæki á met tíma. Nú er Microsoft að sækjast í það sem þessi fyrirtæki eru að sýsla til þess að vera á undan samtímanum.
Ef maður tekur Google.com og skoðar einungis starfsmenn þess þá hefur þeim tekist að ráða til sín jafn mikið af starfsmönnum síðan um miðjan 10. áratug eins og Ford hefur gert á rúmum 100 árum svo ekki sé talað um hagnaðinn. Það er hið "Nýja Hagkerfi" eða "New Economy" sem hefur haft þau áhrif að einstök fyrirtæki ná að hasla sér völl og er skipt út fyrir hin "gömlu". Dæmi um það er tildæmis Microsoft og IBM.
Það hefur verið mikil umræða um Baugur Group á Íslandi en það fyrirtæki hefur verið að hasla sér völl erlendis og er að kaupa upp fyrirtæki hér og þar. Ég sé ekki betur en að það fyrirtæki er fylgjandi "new economy" og nýta sér alla þær upplýsingar sem til eru til að halda sér á "vígvellinum".
Það eru fjölmörg dæmi um að ný fyrirtæki erlendis eru að hasla sér völl og koma á einskonar einokun en það er, held ég, misskilningur hjá sumum íslendingum að Baugur sé að gera eitthvað sem ekki viðgengst erlendis og að það sé eitthvað ólöglegt við starfsemi þeirra.
Það er bara verulega lítill markaður á Íslandi og í hann geta ekki allir tekið þátt. En það þarf kannski að endurskoða hvað Íslenski markaðurinn er megnugur þó lítill sé.
Avion Group er enn eitt íslenska fyrirtækið sem breiðir ut vængina. Það hefur einnig haft mikinn áhuga á erlendann markað og virðist einungis hafa áhuga á erlendann markað. Avion Group er sagt vera eitt öflugasta og stærsta útleigu-flugfyrirtæki í heimi og er að gera það verulega gott. Það er einmitt það sem sagt var um Microsoft, Google og Yahoo, en þau fyrirtæki eru nátturlega á allt örðu sviði en Avion Group en útrásin sú sama.
New Buisness og New Economy að þakka?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home